CV

Tilraun – leir og fleira – 2016

Þessi verk vann ég í samvinnu við Búa Bjarma Aðalsteinsson

 

Sýningin Tilraun – leir og fleira er samtal sjónlista við leir þar sem vísað er í ólíka heima iðnaðar, lista, nytjalista og hönnunar. Þátttakendur sýningarinnar koma úr ólíkum starfstéttum sjónlista. Þeir nota allir leir í verkum sínum en voru gefin mismunandi orð til að vinna þau útfrá. Útkoman eru annarsvegar fullgerð verk á meðan önnur sýna rannsókn eða vinnuaðferð.

Sýningarstjórn er í höndum hönnunartvíeykisins TOS sem skipað er þeim Hildi Steinþórsdóttur arkitekt og Rúnu Thors vöruhönnuði en hugmynd þeirra að sýningunni var valin úr innsendum tillögum síðastliðið haust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu í safninu 2016.

Keramík – 2016

Sýning Leirlistafélagins í Listasafni Árnesinga

 

 

epal – 2016

Sýning í versluninni Epal á Hönnunarmars 2016

DANDELION

Nytjahlutir eru ávallt hannaðir með hlutverk í huga. En í tímanna rás öðlast handverk og saga hlutarins oft mun meira vægi en upprunalegt hlutverk hans. Hluturinn stendur þá einn og sér. Dandelion vasarnir eru handrenndir og koma í beinu framhaldi af kertastjökum sem ég hef verið að vinna með undanfarin ár. í vösunum má greina náttúrulega og menningarlega þætti; sívöl form sem henta tignarlegum blómum í óvenjulegum stærðum og liti sem endurspegla áferð og óteljandi litbrigði náttúrunnar

DANDELION

Everyday objects are always designed with a function in mind. Yet through time the craftsmanship, cultural practices and narratives they convey far outweigh their original role enabling the object to stands on its own. The Dandelion vases are hand thrown and come in direct continuation of the candleholders I’ve been developing over the last few years. The vases combine both natural and cultural influence. They are shaped as cylinders suitable for majestic flowers of all sizes and their colours reflects the countless textures and palettes found in nature.

 

 

Kona.Form.Sköpun. – 2014

“Kona.Form.Sköpun. ” er gjörningur sem var framinn af félögum Leirlistafélagins á Hönnunarmars 2014 í  Sjóminjasafninu. Hann fjallaði um fagkunnáttuna og vinnuna bak við hvern gerðan leirmun og náin tengsl leirlistamannsins við efnið, leirinn. Tilgangur gjörningsins var að varpa ljósi á baráttuna við efnið og útrýma mýtum um að leirkerasmíðin sé dútl og föndur. Viðburðurinn var vel sóttur og skapaðist afar skemmtileg stemning i salnum þar sem áhorfendur runnu inn i sviðsmyndina og fengu ad upplifa vinnu listamannanna i þögulu návígi.

Höfundar gjörningsins eru leirlistamennirnir Unnur Gröndal og Guðný Hafsteinsdóttir ásamt Ragnar Kjartanssyni gjörningalistamanni. Stuttmynd var gerð af Kvikmyndagerðarmanninum Stefáni Árna Þorgeirssyni.


Í hljóði Uppboð – 2014

Uppboð á vegum Leirlistafélagins á Hönnunarmars 2014 í Hörpu

Úr jörðu gröfum við leirinn, ungan og hráan, berum hann inn, bleytum hann, síum hann, berjum hann og hnoðum hann. Setjumst við hjólið og semjum við leirinn um að hann láti ekki illa og særi ekki holdi. Barátta um stjórn á efni og formi endar með sigri. Með aðgát er þurrkað og brennt.

Opnum ofninn hægt, eyðum óvissunni og fögnum vel unnu verki.

Quiet auction

From the ground the clay is taken, heavy and raw, we carry it inside, water it, filter it, beat it and knead it. We sit by the wheel and appeal to the clay that it behaves and refrains from wounding the flesh. In the struggle for control over matter and form we prevail. With care the clay is dried and burnt.

Slowly we open the kiln, end the uncertainty and celebrate a job well done.

net á þurru landi

Á SJÓMINJASAFNI REYKJAVÍKUR og Í DUUSHÚSUM REYKJANESBÆ SÝNINGARSTJÓRI: ANNA LEONIAK arkitekt og vöruhönnuður

RÐUR OG HRÍMSTEINAR – 2013

Sýning haldin í versluninni Karlmenn á Hönnunarmars 2013

Vörður (vasar) eru lokuð form sem geta verið vegvísir eða minnismerki um þá látnu en Hrímsteinar (skálar) eru opin form sem líkt og skurn eggsins vísa til upphafs.

Cairns (vases) are closed forms that can serve as signposts or memorials for the departed while Rime stones are open forms which, similar to an eggs shell, refer to a beginning.

 

FLÉTTA – 2013

Þessi verk vann ég í samvinnu við Rúna Thors, fyrir sýninguna FLÉTTA á Hönnunarmars 2013

HALLA – Veltivasi / Rolling vase

Finna það mögulega í því venjulega 

Allir algengir nytjahlutir hafa sína sögu og virkni, vasi er t.d. notaður fyrir afskorin blóm, en sagan bak við hvern vasa getur skipt meira máli en virkninn, svo hann geti staðið einn og sér. Upprunalegt form „Veltivasans“ er sígilt og einfalt, en með því einu að breyta þyngdarpunktinum eignast hann sína eigin sögu. Vasinn er enn sami algengi nytjahluturinn en með nýjan möguleika.

Find the extra in the ordinary

All common useful objects have their own history and function, such as vase used for cut flowers, but the story behind each vase can rise above the function, so it can stand alone. Original form of “Rolling vase” is classic and simple, but only with the change of the weight point it has its own history. The vase is still the same functional objects, but with a new feature.

LOFTUR – Plastpokaljós / Plastic Bag Light 

Ljós gert úr rusli!

Þar sem fegurð er til staðar í flestum einföldum hlutum undirstrikum við það með því einu að taka krumpaðan plastpoka sem við erum í vandræðum með (sem er í raun fórnarlamb eigin velgengni). Í miðri grindinni er LED lampa og þegar við kveikjum á honum blæs krumpaði plastpokinn upp vegna hitans frá honum. Grindin er eingöngu undirstaða fyrir ljósins svipuð og fljúgandi luktir frá Asíu (flying lantern) og til þess að koma veg fyrir að pokinn bráðni, því plastpokinn er hér í aðalhlutverki. Við útrýmum kanski ekki plastinu, en pokin fær hér nýtt líf og vegna úrvals af munstrum og litum plastpokana gefur það mikla möguleika.

Light Made From Trash!

Since beauty is present in the most simple things we underline it by simply taking the crumpled plastic bags that we are having problems with (which is actually a victim of its own success). In the middle of the frame is the LED lamp and when we turned it on the crumple plastic bag blows up due to the heat from it. Frame is only based for the light similar to flying lantern from Asia and to bring the bag to prevent melting, the plastic bag is the star. We eliminate maybe not the plastic, but the plastic bag gets a new life and the variety of patterns and colors of plastic bags gives it a great potential.

 

Kirsuberjatréð, einkasýning – 2012

 

Skeggjaðir ástarpungar – Moustached Love Balls – 2012

 

Í tilefni af Mottu- og Hönnunarmars hafa fjórir keramikhönnuðir hannað og búið til skeggbolla af ýmsum stærðum og gerðum. Ágóði af sölu bollanna rennur til Krabbameinsfélagsins. Hönnuðir bollanna eru: Bjarni Sigurðsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Indriðadóttir og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir.

Búlduleitir bíða þeir

blíðra, þreifandi handa.

Vilja ávallt eilítið meir

ef í boði er eðalblanda.

4 ceramic designers present mouctache cups in various shapes and sizes. Sales profits go directly to the Icelandic Cancer Society.

 

flétta – 2012

Þessi verk vann ég í samvinnu við Brynja Emilsdóttir, fyrir sýninguna FLÉTTA á Hönnunarmars 2012

Skartgripir snerta hjörtu okkar og sál. Þeir tengja okkur við óskir og marka tíma um sérstakt tilefni, tákn um heiður, þakklæti og kærleika sem við viljum miðla til næstu kynslóða. Að tvinna saman leir og textil er blanda efna full af mótsögnum.

Þetta eru skartgripir um efni, sem leggja áherslu á áþreifanlega reynslu, stuðla að stærri og betri hugmyndum um framhald, eins og til viðbótar … eins og senda mynd og hugsun. Þessir skartgripir eru hluti af samtali um létt og þungt, gróft og blítt, iðnað og handgert.

Þetta eru skartgripir byggðir af andstæðum, tvinna og postulíni. Efnum sem eru á sama tíma fíngerð á sínu sviði en um leið andstæður á þessu stefnumóti.

 

Jewellery touch our hearts and souls. They connect us with the wishes and the promise of a special occasion, a symbol of honor, gratitude and love, that we want to pass on to future generations. To combine ceramic and textile material is a mixture full of contradictions.

These are jewelry of materials that focus on concrete experience, contribute to bigger and better ideas for a something continued, as well as added … like sending a picture and thinking a thought. These jewelry are part of a conversation about light and heavy, coarse and fine, industrial and hand-made.

This jewelry is constructed of contrasts, thread and porcelain. Material that are delicate in its field, but contrast when they meet at this occasion.

LeikVERK Gerðuberg-Einmenningaspil – 2011

LeikVerk samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Sýningarstjóri: Anna Leoniak, arkitekt og vöruhönnuður

 

Majónessafarí – 2011

Verkið heitir í heild „Majónes Safarí”,  en bakkinn sjálfur kallast „Jungle kökubakki”.

Þannig var að við (Áslaug Snorra og Ragnheiður Ingunn) höfum unnið áður saman fyrir mjög mörgum árum, og þá gerði ég svona einskonar bakka sem hentaði eingöngu fyrir myndatöku, svo var hann bara látinn gossa. En nú eru  tímar enduvinnslu og þá er líka gott að nýta  og fá lánaðar gamlar hugmyndir. Okkur langaði svo að búa til sögu í kringum þennan bakka, þannig að hann á eftir að fara í gegnum nokkur Safarí á meðan HönnunarMars stendur yfir. Þess vegna ætlar Pikknikk að flikkflakka hönnunn Ragnheiðar Ingunnar á HönnunarMars.

Hvað er á bakkanum? Happy hour og pikknikkplokk

 

Kjammi og kók – 2011

Þemasýning leirlistafélagsins á hönnunarmars 2011

Lokkandi sterk og lystaukandi Humarsúpa.

fyrir 4

Þessi súpa er ákaflega fersk á bragðið með ótrúlegu góðu jafnvægi á milli súra, sæta og sterka bragðsins. Þið getið lagað hlutföllin að ykkar smekk.

1 l vatni

1 bútur af sítrónugrasi

4 hvítlauksrif

4 sm galangal-rót eða engifer-rót

2 rauðlaukar

2 – 4 msk roasted chillimauk úr krukku (fer eftir smekk)

4 límónublöð

1 dós kókósmjólk (má vera meira)

2 tómatar

slatta af sveppum

Rækjur (helst Tiger) eða annað sjávarfang

2 – 4 msk fiskisósa

2 – 4 msk límónusafa (helst af Kaffírlímónu, en safi af venjulegri límónu dugar)

1 – 2 msk sykur

2 þurrkuð eða djúpsteikt chilli

ferskt kóríander eða mynta

Setjið sítrónugras, hvítlauksrif, galangal-rót (skræld og skorin niður) og rauðlauk útí vatnið, látið sðuna koma upp. Þegar suðan er komin upp setjið roasted chilli, límónublöð og dós af kókósmjólk útí, blandið vel saman og bætið tómötum og sveppum við. Sjóðið þar til sveppir eru soðnir. Bætið þá við fiskisósu og límónusafa eftir smekk (smakka), en setja alltaf jafn mikið af hvoru (nota t.d. skeið til mælingar) og bætið síðan sykri útí (smakka). Setjið humrarinn útí, hrærið ekki súpuna eftir að humarinn er kominn útí, aðeins snúa. Að lokum, bætið við chilli, smá kókósmjólk ef fólk vill og fersku kóríander.

 

Einu sinni er – 2009

Fjallaþyrpingar og Sáta

Þessi verk vann ég í samvinnu við Birnu Júlíusdóttur myndlistakonu, fyrir sýninguna „Einu sinni er”, á vegum Handverk og hönnun. Þar áttum við vinna út frá gömlu og nýju. við Birna unnum út frá fjallkonunni og fjöllum: Fjöllin eru hluti af okkar sameiginlegu fortíð. Formin eru einföld og stöðluð ímynd af fjalli í mismunandi stærðum. Fjallkonan er kvengerfingur Íslands, sú sem fæðir, elur og annast um. Henni er því vel treystandi fyrir góðgæti og gersemum hvers konar. Fjallaþyrpingarnar eru Box – ASKJA, Baukar – KISTA, Geymslur fyrir smjör – SMJÖRBÍTILL, Geymslur fyrir kökur eða mat – BÚRFELL. Og svo SÁTA er hvorutveggja ljós og sæti. Henni fylgir rýjateppi sem var upphaflega framleitt af Ábreiðum sf.

 

Duftker – 2009

Þessi duftker gerði ég fyrir þemasýningu Leirlistarfélags Íslands „Aska í Öskju”.

 

Postulínstyttur – 2008

Þessar styttur gerði ég fyrir þemasýningu Leirlistarfélags Íslands „Postulínstyttur”, eins og sagt var í fréttatilkynningu félagsins fyrir sýninguna: Löng hefð er fyrir gerð postulýnsstyttum í heiminum og hafa þær oft á tíðum verið feykivinsælar sem hýbýlaprýði. Nú hin síðari ár hafa vinsældir þeirra heldur dalað en Leirlistarflaglagið hefur hugsað sér að hefja þær til virðingar á ný og á nýjan hátt.

 

BRÆÐINGUR / FUSION – 2008

Kveikjan að verkum mínum fyrir þessa sýningu voru ýmsir hlutir, gamlir og nýir, sem urðu á vegi mínum. Gamlar styttur fengu nýtt hlutverk og þær settar í nýtt samhengi í skál eða á diski. Flestir þessara hluta eiga sína sögu sem ég  þekki ekki í raun, en á þennan máta, bý ég þeim nýja sögu.

Lausn

Skál til að geyma lykla, sem ég kalla „Lausn”, það þekkja líklega allir þá tilfinningu að finna ekki lyklana sína. Skálin er úr postulíni með tvemur botnventlum (fyrir hjón eða fyrir tvær lykklakippur einfaldlega), lyklakippan sjálf er gúmíið sem þjónar venjulega þeim tilgangi að loka fyrir að vatnið, þegar heim er komið er lyklakippan sett í botnventilinn. Ekki er verra að geta sett símann sinn á diskinn, allt á sínum stað. Svo má líka hengja diskinn á vegg.

Key storage „Solution”

The dish can be both on a table and hung on the wall. On the table it can be used for other objects such as telephone.

 

Vasastútur (Flower props)

Þetta með þessa einu rós, hver kannast ekki við að taka fólíuna utan um rósina og troða henni í botnin á vasanum til að rósinn haldist beint upp. Vasastúturinn gengur í vasa jafnt sem í glas eða sultukrukku, rósin eða annað blóm stendur fallega.

 

LÍF Í LEIR – 2006

Bollar og snagar, „Hlutverkaskipti“

Það eru vissir hlutir sem eru mjög hversdagslegir í umhverfi okkar.  Þeir eru hluti af okkar daglega lífi og við þekkjum vel hlutverk þeirra í okkar daglega umverfi. Nú fær bollinn það hlutverk að vera snagi og snaginn fær það hlutverk að vera hanki á bolla.

Diskastell, „Endurvinnsla“

Við lifum á tímum endurvinnslu, þar sem við flokkum og hendum í þar tilgerða gáma svo það sé hægt að endurvinna eða nota aftur það sem við viljum ekki eða getum ekki lengur notað. Diskana fæ ég í Góða hirðinum og með því að mála hvíta baldursbrá á diskana, geri ég þessa diska að mínum. Ég hef notað baldursbrána í öðrum verkum þannig að segja má að gömul hugmynd sé kominn í endurvinnslu.

 

VERK, HLUTUR, HLUTVERK – 2006

Hugmyndin að sýningunni Verk, hlutur, hlutverk varð til í byrjun árs 2005. Tveir hönnuðir, Ragnheiður  Ingunn Ágústdóttir og Tinna Gunnarsdóttir og tveir myndlistamenn, Sigríður Ólafsdóttir og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, ákváðu að sýna saman og nálgast list sína og hönnun út frá breittum forsendum. Leiðarhnoðaðið sem við ákváðum að fylgja var að fara eða hugsa yfir á hvors annars svið.  Myndlistamennirnir reyndu sem sagt markvisst að gera verk sín hönnunarleg og hönnuðirnir reyndu að hugsa verk sín sem myndlist.  Við þetta bættist ákveðin skotheimild sem við gáfum hvort öðru á hvort annað varðandi höfundarrétt og leyfðum við takmarkalítinn stuld á myndefni og hugmyndum milli þáttakenda. Við snertum því á ákveðnum bannorðum eða tabúum í vinnu okkar.  Prófuðum okkur áfram með hönnunarlega myndlist og myndlistarlega hönnun og notuðum hugmyndir og verk hvors annars blygðunarlítið.

Óræð mörk myndlistar og hönnunar eru því nokkurs konar miðja sýningarinnar og upphafspunktur. Skifta þessi mörk máli? Þessi mörk hljóta að koma til umræðu þegar verk listamanna eins og Donald Judd, Dan Flavin, Van Lieshout, Birgis Andréssonar  og  Ólafs Elíassonar eru skoðuð og hönnuða eins og Bouroullec bræðra, Campana brærða, Hellu Jongerius, Jurgen Bei og fleiri.

Spurningunni um mikilvægi skýrrar aðgreiningar hönnunar og myndlistar svörum við ekki á sýningunni og stöndum uppi með nokkuð af illskilgreinanlegum og vonandi áhugaverðum verkum og hlutum sem spyrja ef til vill sýningargesti um hlutverk sitt.